Nokia Wireless Boom Headset HS 4W - 4. Upplýsingar um rafhlöðu

background image

4. Upplýsingar um rafhlöðu

Höfuðtólið gengur fyrir rafhlöðu sem hægt er að endurhlaða. Rafhlöðunnar þarf
að gæta vel og fara að leiðbeiningunum sem fylgja hér á eftir.

Hleðsla og afhleðsla

Hægt er að hlaða og afhlaða rafhlöðuna nokkur hundruð sinnum en að því kemur að hún
gengur úr sér. Þegar vinnslutími (taltími og biðtími) er orðinn áberandi stuttur skal hafa
samband við næsta viðurkennda þjónustuaðila.

Aðeins má nota rafhlöður sem samþykktar eru af framleiðandanum og aðeins skal
endurhlaða rafhlöðuna með hleðslutækjum sem framleiðandinn hefur samþykkt. Taka skal
hleðslutækið úr sambandi þegar það er ekki í notkun. Óráðlegt er að rafhlaða sé tengd
hleðslutæki lengur en vikutíma þar sem ofhleðsla getur stytt endingartíma hennar.
Fullhlaðin rafhlaða afhleðst sjálfkrafa með tímanum ef hún er ekki í notkun.

Sveiflur í hitastigi geta haft áhrif á hleðslugetu rafhlöðunnar.

Aðeins má nota rafhlöðuna til þess sem hún er ætluð.

Aldrei skal nota skemmt hleðslutæki eða rafhlöðu.

Gæta skal þess að valda ekki skammhlaupi í rafhlöðunni. Skammhlaup getur orðið fyrir slysni
þegar málmhlutur (mynt, bréfaklemma eða penni) veldur beinni tengingu milli + og -
skautanna á rafhlöðunni (málmrandanna á rafhlöðunni), til dæmis þegar vararafhlaða er
höfð í vasa eða tösku. Skammhlaup milli skautanna getur valdið skemmdum á rafhlöðunni
eða hlutnum sem veldur tengingunni.

Ef rafhlaðan er skilin eftir í miklum hita eða kulda, til dæmis í lokuðum bíl að sumar- eða
vetrarlagi, dregur það úr afkastagetu hennar og endingu. Æskilegast er að rafhlaðan sé alltaf

background image

U

p

p

lýs

inga

r um

ra

fhlö

ðu

19

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

höfð í hita á bilinu frá 15°C að 25°C (59° F að 77° F). Höfuðtól með of heitri eða of kaldri
rafhlöðu getur orðið óvirkt um tíma, þó svo að rafhlaðan sé fullhlaðin. Einkum hefur mikið
frost áhrif á rafhlöður.

Ekki má fleygja rafhlöðum í eld!

Fleygja skal rafhlöðum í samræmi við staðbundnar reglugerðir (t.d. um endurvinnslu). Ekki
má fleygja þeim með heimilisúrgangi.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

20

Umhirða og viðhald

Í höfuðtólinu fer saman frábær hönnun og flókin tækni sem fara þarf gætilega með.
Eftirfarandi leiðbeiningar hjálpa til við að uppfylla skilmála ábyrgðarinnar og geta stuðlað
að betri endingu.

Alla fylgihluti skal geyma þar sem börn ná ekki til.

Halda skal höfuðtólinu þurru. Úrkoma, raki og hvers kyns vökvar geta innihaldið steinefni
sem tæra rafrásirnar.

Ekki má nota höfuðtólið á rykugum og óhreinum stöðum né geyma það þar. Færanlegu
hlutirnir í því geta skemmst.

Ekki má geyma höfuðtólið á heitum stað. Hátt hitastig getur dregið úr endingu
rafeindatækja, skemmt rafhlöður og undið eða brætt sum plastefni.

Ekki má geyma höfuðtólið á köldum stað. Þegar það hitnar (upp að eðlilegu hitastigi)
getur raki myndast innan í því og hann getur skemmt rafrásaspjöld.

Ekki skal reyna að opna höfuðtólið. Meðhöndlun viðvaninga gæti valdið skemmdum.

Höfuðtólinu má ekki henda, ekki má banka í það eða hrista það. Óvarleg meðferð getur
skemmt innri rafrásaspjöld.

Ekki má nota sterk efni, leysiefni til hreingerninga eða sterk hreinsiefni til þess að þrífa
höfuðtólið.

Ekki má mála höfuðtólið. Málningin getur fest hreyfanlega hluti tækisins og komið í veg
fyrir að þeir vinni rétt.

Ef höfuðtólið vinnur ekki rétt skal leita til næsta viðurkennda þjónustuaðila. Starfsfólkið þar
aðstoðar notandann og sér um viðgerð ef þörf krefur.