Nokia Wireless Boom Headset HS 4W - 3. Notkun höfuðtólsins

background image

3. Notkun höfuðtólsins

Til athugunar: Notkun þráðlausra tækja er við sumar aðstæður takmörkuð. Virða
skal allar takmarkanir og fara eftir öllum merkjum og fyrirmælum varðandi notkun
þráðlausra tækja.

Kveikt og slökkt á höfuðtólinu

Kveikt er á höfuðtólinu með því að styðja á rofann og halda honum niðri í
2 sekúndur. Þá heyrist hljóðmerki og græna gaumljósið leiftrar. Gaumljósið verður
gult þegar höfuðtólið er tengt við samhæfan síma.

Slökkt er á höfuðtólinu með því að styðja á rofann og halda honum niðri í
2 sekúndur, þegar símtal er ekki í gangi. Hljóðmerki heyrist og rauða gaumljósið
sést sem snöggvast.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

14

Höfuðtólið sett yfir eyrað

Renndu höfuðtólinu á eyrað eins og sýnt er á 3. mynd.

Hringiaðgerðir

Þegar höfuðtólið er tengt símanum er hringt með því að nota símann eins og
venjulega. Athuga skal að hringiaðgerðir fara eftir símanum sem er notaður.

Símtali svarað og því slitið

Þegar hringt er heyrist hringitónn gegnum höfuðtólið.

Stutt er á svar-/slit-takkann til að svara símtalinu eða slíta símtalinu sem er í
gangi.

Einnig er hægt að svara og slíta símtali með símanum.

background image

Notk

u

n

höfuðtó

lsins

15

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

Sjálfvirkt svar

Ef sjálfvirka svaraðgerðin er virk í símanum svarar síminn sjálfkrafa eftir eina
hringingu og sendir hana áfram til höfuðtólsins.

Símtali hafnað

Ef hringt er og ekki á að svara er stutt snöggt á svar-/slit-takkann tvisvar.

Endurval á síðastvalda númeri

Stutt er snöggt á svar-/slit-takkann þegar ekkert símtal stendur yfir.

Hljóðdeyfing símtals sem stendur yfir

Hægt er að taka af eða setja á hljóð í símtali sem stendur yfir með því að styðja
snöggt á rofann.

Raddstýrð hringing

Þegar ekkert símtal stendur yfir er stutt á svar-/slit-takkann og honum haldið
niðri þar til heyrist tónn sem gefur til kynna að hægt sé að mæla nafn þess sem
hringja á til ("raddmerki"). Raddmerkið er gefið. Síminn spilar raddmerkið og velur
viðkomandi símanúmer.

Einnig er hægt að gera raddstýrt val virkt með símanum. Nánari upplýsingar um
raddstýrt val eru í notendahandbókinni með símanum.

Athuga skal að aðgerðin er einungis tiltæk ef síminn styður raddstýrt val.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

16

Hljóðstyrkur eyrnatækisins stilltur

Stutt er á hljóðstyrks-takkann til að hækka eða lækka hljóðið.

Símtalið flutt milli síma og höfuðtóls

Hægt er að flytja yfirstandandi símtal milli höfuðtólsins og samhæfs tækis. Ef
flytja á símtalið úr höfuðtólinu í síma eða öfugt er stutt á
svar-/slit-takkann og honum haldið niðri eða notuð viðkomandi aðgerð í
símanum.

Höfuðtólið notað með mörgum pöruðum símum

Áður en hægt er að nota höfuðtólið verður að para samhæfa símann við það.
Hægt er að para höfuðtólið við allt að 8 síma en það getur aðeins tengst einum
síma í einu.

Síminn sem fyrst var paraður við höfuðtólið kallast “sjálfgefni síminn”. Síminn
sem síðast var notaður með höfuðtólinu kallast “síðast notaði síminn”.

Ef kveikt er á höfuðtólinu í innan við 10 metra fjarlægð frá mörgum pöruðum
símum reynir það að tengjast “sjálfgefna símanum” innan nokkurra sekúndna.

Ef höfuðtólið getur ekki tengst “sjálfgefna símanum” (til dæmis ef slökkt er á
honum eða notandinn hafnar tengingunni), reynir það að tengjast “síðast notaða
símanum” innan nokkurra sekúndna. Ef höfuðtólið tengist ekki sjálfkrafa við
sjálfgefinn eða síðasta síma sem notaður var, skal styðja á og halda niðri
svar-/slit-takkanum.

background image

Notk

u

n

höfuðtó

lsins

17

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

Ef höfuðtólið getur hvorugum símanum tengst verður það áfram aðgengilegt
öðrum símum sem sést á græna leiftrandi gaumljósinu.

Ef nota á höfuðtólið með pöruðum síma sem ekki er “sjálfgefinn sími” eða “síðast
notaði síminn” skal koma tengingunni á í Bluetooth-valmynd símans.

Höfuðtólið endurstillt

Hægt er að endurstilla höfuðtólið á upphaflegar stillingar, til dæmis ef skipta á um
sjálfgefinn notanda þess. Þegar höfuðtólið er endurstillt er öllum stillingum þess
eytt, þar á meðal pörunarupplýsingum. Höfuðtólið endurstillt:

Stutt er samtímis á rofann og efri hlutahljóðstyrks-takkans og þeim haldið niðri í
10 sekúndur. Þegar höfuðtólið hefur verið endurstillt pípir það tvisvar og rauðu og
grænu gaumljósin leiftra til skiptis í nokkrar sekúndur.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

18