Nokia Wireless Boom Headset HS 4W - Yfirlit

background image

Yfirlit

Í höfuðtólinu eru eftirfarandi hlutar, eins og sést á 1. mynd.

1 - Rofi: Kveikir eða slekkur á höfuðtólinu eða stöðvar símtal í gangi.

2 - Hátalari: Flytur rödd viðmælandans.

3 - Stöðuljós: Sýnir núgildandi stöðu höfuðtólsins. Stöðuljósið getur verið gult,
grænt eða rautt. Ef ljósið er gult er Bluetooth-tenging virk. Græna og rauða ljósið
sýna stöðu símhringingar og hleðslu.

4 - Takki til að stilla hljóðstyrk: Hækkar/lækkar hljóðið í heyrnartækinu meðan á
símtali stendur.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

8

5 - Hljóðnemi: Nemur rödd notandans.

6 - Svar-/slittakki: Svarar eða slítur símtali. Einnig er hægt að nota hnappinn
fyrir raddval, endurval og til þess að færa virkt símtal milli höfuðtólsins og
samhæfs síma.

7 - Tengi við hleðslutæki

Áður en byrjað er að nota höfuðtólið þarf að:

• Hlaða rafhlöðuna

• Para samhæfan síma við höfuðtólið

Hleðslutæki og rafhlöður

Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru notuð með þessu tæki. Wireless
Boom Headset HS-4W er ætlað til notkunar með eftirfarandi hleðslutækjum: ACP-7, ACP-8,
ACP-9, ACP-12, og LCH-12.

Viðvörun! Aðeins skal nota rafhlöður og hleðslutæki sem Nokia hefur samþykkt til
notkunar með þessum tiltekna aukahlut. Ef notaðar eru aðrar gerðir fellur niður
öll ábyrgð og samþykki sem fylgir aukahlutnum, og slíkri notkun getur fylgt hætta.

Seljandi tækisins veitir upplýsingar um rafhlöður og hleðslutæki sem samþykkt eru til
notkunar með því.

Þegar aukahlutur er tekinn úr sambandi skal taka í klóna og draga hana út, ekki leiðsluna.

background image

No

tkun

9

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

Hleðsla rafhlöðunnar

1. Tengið snúruna á hleðslutækinu við höfuðtólin eins og sýnt er á 2. mynd. Áður

en snúran á hleðslutækinu er sett í samband við höfuðtólin skal lyfta lokunni
frá.

2. Hleðslutækið er tengt við rafmagn. Rauða gaumljósið logar við hleðslu. Full

hleðsla rafhlöðunnar getur tekið allt að 2 klst. og 45 mínútur eftir tegund
hleðslutækis.

3. Þegar rafhlaðan er fullhlaðin kviknar á græna gaumljósinu. Hleðslutækið skal

þá tekið úr sambandi bæði við rafmagn og höfuðtólið.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

10

Þegar hleðsla rafhlöðunnar minnkar

Fullhlaðin rafhlaða endist í allt að 6 klukkustunda langan taltíma og allt að
160 klst. í bið. (Í biðham er kveikt á höfuðtólinu en símtal er ekki í gangi.)

Þegar hleðslan er að verða búin gefur höfuðtólið hljóðmerki. Þá skal hlaða
rafhlöðuna eins og lýst var hér að framan.

Samhæfur sími paraður við höfuðtólið

1. Ganga skal úr skugga um að kveikt sé á samhæfa símanum.

2. Kveikt er á höfuðtólinu. Gæta skal þess að höfuðtólið sé hlaðið.

3. Bluetooth-tengingin er gerð virk úr símanum. Nánari upplýsingar eru í

notendahandbókinni með símanum.

4. Síminn er stilltur á leit að Bluetooth-tækjum eins og lýst er í leiðbeiningunum í

notendahandbókinni með símanum.

5. Nokia HS-4W er valið af listanum.

6. Færður er inn almenni aðgangslykillinn 0000 til að para og tengja höfuðtólið

símanum.

Þegar búið er að færa aðgangslykilinn inn verður síminn sjálfgefinn sími fyrir
höfuðtólið, hafi höfuðtólið ekki þegar verið parað við annan síma. Sjá einnig

Höfuðtólið notað með mörgum pöruðum símum

á bls.

16

.

Höfuðtólið pípir einu sinni og virk Bluetooth-tenging er sýnd með gulu
leiftrandi gaumljósi. Þá á höfuðtólið að birtast í símavalmyndinni þar sem
hægt er að skoða Bluetooth-tæki sem nú eru pöruð við samhæfa símann.

background image

No

tkun

11

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

7. Nú má byrja að nota höfuðtólið (sjá bls.

13

).

Höfuðtólið aftengt símanum

Hægt er að aftengja höfuðtólið símanum ef t.d. á að nota annað Bluetooth-tæki
með honum. Höfuðtólið aftengt:

• Slökkt er á höfuðtólinu. EÐA:

• Höfuðtólið er aftengt í Bluetooth-valmynd símans. EÐA:

• Höfuðtólið er fært í yfir 10 metra fjarlægð frá símanum.

Höfuðtólið aftengist einnig ef rafhlaðan í því eða símanum tæmist.

Bent skal á að ekki þarf að eyða pöruninni við höfuðtólið til að aftengja það. Þegar
parað höfuðtól er tengt aftur er ekki krafist aðgangslykils.

Paraða höfuðtólið tengt aftur við samhæfan síma

Höfuðtólið er tengt aftur við sjálfgefna símann eða símann sem síðast var notaður
með því að kveikja á því. Annars er hægt að koma tengingunni á með Bluetooth-
valmynd símans eins og lýst er í notendahandbókinni með símanum.

Bent skal á að tenging er aðeins sjálfvirk þegar kveikt er á höfuðtólinu ef síminn er
stilltur á að samþykkja skuli Bluetooth-tengibeiðnir án samþykkis notanda. Í
Nokia-símum er það gert með því að breyta stillingum fyrir pöruð tæki í
Bluetooth-valmyndinni.

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

12

Úrræðaleit

Ef ekki tekst að tengja höfuðtólið við samhæfa símann skal gera eftirfarandi:

• Ganga skal úr skugga um að Bluetooth-aðgerðir séu virkar í samhæfa

símanum.

• Tryggja þarf að kveikt sé á höfuðtólinu og það sé parað við símann.

• Gæta skal þess að fyrri Bluetooth-tenging úr símanum hafi verið slitin.

• Athuga skal að höfuðtólið sé í innan við 10 metra fjarlægð frá símanum og

engar hindranir, svo sem veggir eða önnur tölvustýrð tæki, séu milli
höfuðtólsins og símans.

• Listi yfir pörunarupplýsingar í höfuðtólinu kann að vera fullur. Höfuðtólið

getur geymt pörunarupplýsingar um allt að 8 síma í einu. Ef listinn fyllist þarf
að endurstilla höfuðtólið í upphaflegu stillingarnar. Sjá

Höfuðtólið endurstillt

á bls.

17

.

• Ef höfuðtólið tengist ekki sjálfkrafa við sjálfgefinn eða síðasta síma sem

notaður var, skal styðja á og halda niðri svar-/slit-takkanum.

background image

Notk

u

n

höfuðtó

lsins

13

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.