Nokia Wireless Boom Headset HS 4W - 1. Inngangur

background image

1. Inngangur

Hægt er að tengja Wireless Boom Headset HS-4W við samhæfan síma sem styður
Bluetooth-tækni. Þannig getur notandinn hringt og svarað símtölum á ferðalagi
eða á vinnustað.

Lesið þessa notendahandbók vandlega áður en höfuðtólið er notað. Auk þessarar
notendahandbókar með Wireless Boom Headset HS-4W skal einnig nota
notendahandbókina með símanum, en í henni eru mikilvægar upplýsingar um
öryggi og viðhald. Höfuðtólið skal geyma þar sem börn ná ekki til.

Þráðlausa Bluetooth-tæknin

Wireless Boom Headset HS-4W er sérstaklega hannað fyrir samhæfa Nokia-síma
sem styðja Bluetooth-tækni. Þó er hægt að nota höfuðtólið með öllum
samhæfum Bluetooth-tækjum sem styðja samhæfa handfrjálsa eða höfuðtóls-
sniðið. (Snið er safn Bluetooth-skipana sem síminn notar til að stýra höfuðtólinu).

Bluetooth-tæknin gerir það kleift að tengja samhæf samskiptatæki án þess að
nota kapla. Með Bluetooth-tengingu er ekki nauðsynlegt að síminn sé í beinni
sjónlínu við höfuðtólin, en tækin verða að vera í innan við 10 metra fjarlægð frá
hvort öðru. Tengingar geta verið viðkvæmar fyrir truflunum frá hindrunum eins og
veggjum eða öðrum raftækjum.

Wireless Boom Headset HS-4W er samhæft við og notar Bluetooth Specification
1.1. Þó er samvirkni Wireless Boom Headset HS-4W og annarra Bluetooth-vara
ekki tryggð því að hún er háð samhæfni. Nánari upplýsingar um samhæfni

background image

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.

6

Wireless Boom Headset HS-4W og annarra Bluetooth-vara má fá hjá
söluaðilanum.

Bluetooth aðgangslykill

Nota þarf Bluetooth aðgangslykil til að para höfuðtólin við samhæfan síma.
Aðgangslykillinn er 0000.

background image

No

tkun

7

Copyright

©

2004 Nokia. All rights reserved.